Ms Laura reveals everything
///////


sunnudagur, september 03, 2006  

Sumarið mitt

Loksins hef ég eitthvað að segja...
Þetta er búið að vera fínt sumar. Byrjaði á þvi að seklla mér til O.C. eins og ég er farin að gera á 6mánaða fresti. Það var mikið tjill, aðallega legið í sólbaði og kíkt í mollinn.
Ég labbaði 3 svar á Esjuna - og tel ég það vera ágætis afrek. Toppurinn var þó labbið mitt yfir Fimmvörðuhásinn sem ég fór með Hrund og Munda. Við gengum í 11 klukkutíma í góðu veðri. Líklega eitt það skemmtilegasta sem ég gert. Ég náði að blaðra nánast stanslaust yfir hálsinn, þangað til kannski síðasta klukkutímann, þá var aðeins farið að kólna á kellingu. Ástæðan fyrir því að við vorum svona ægilega lengi var sú að við löbbuðum vestan megin við ána sem er ekki þessi hefðbundna leið, hún er aðeins erfiðari ;-) Útsýnið yfir Þórsmörkina þegar maður stendur efst á hálsinum er ólýsanlegt, eitthvað það allra fallegasta sem ég hef nokkurtíman séð. Þetta mun ég svo sannarlega gera aftur - ætli maður taki ekki Laugarveginn næsta sumar, þeas ef maður finnur e-n góðan félaga í svona labbi - það nenna þessu nú ekki allir.
Síðustu helgi skellti ég mér til New York. Það var svo gaman að ég get varla lýst því með orðum. Hitti Sigrúnu vinkonu mína sem er ein hressasta og skemmtilegasta manneskja sem ég þekki. Sigrún og maðurinn hennar eru í doktorsnámi í verkfr í Michigan. Ég og sigrún gistum á hóteli á Manhattan (51stræti og 8 breiðgötu), rosa fín staðsetning, rétt hjá Time square. Maggi maðurinn hennar Sigrúnar gisti hjá vini sínum í New Jersey. Við löbbuðum og löbbuðum um borgina - gengum ábygglega svona 60km í ferðinni, borðuðum góðan mat og keyptum föt. Svo hittum við líka nokkra krakka sem búa eða eru að vinna í New York.
Ég kann rosalega vel við New York og væri meira en til í að búa þar. Ég kann ágætlega við Bandaríkin - en líkar betur við austurstrandarfólkið - finnst það eðilegra í framkomu - meira eins og við, ekki eins mikið sökk öpp og kaninn í Kaliforniu. Draumurinn er að fara aftur til New York í desember, held það geti verið geggjað að upplifa aðventustemmninguna í borginni.Hver veit nema maður skelli sér bara. Svo er líka svo einfalt að fara þarna niðreftir - ekki nema 5 og hálfur tími í flug :-) Úthverfastemmningin hérna heima er bara ekki nógu spennandi - maður er eiginlega kominn með nóg af henn.
Nú er íbúðin mín komin í nokkuð gott stand , ég er alveg rosalega ánægð með hana og mér líður alveg rosalega vel hérna . Ég var að fá risa stóra ljósmynd um daginn sem er núna að fara í innrömmun - hún verður sett á stofuveggin - og þá verður haldið partý:-)
Annars eru nánast allir vinir mínir fluttir til útlanda - þeir síðustu fóru núna í ágúst - þessi vetur verður tileinkaður krónunni.

posted by Lara | 09:14


miðvikudagur, maí 10, 2006  

Dómstóllinn Kastljós

Dagskrárgerðarmenn Kastljóssins hafa tekið sér stöðu dómara í máli sem nú liggur fyrir dómstólum. Kastljósið er fréttaskýringarþáttur , sýndur á stöð sem rekin er af ríkinu. Ríkið stefnir í því máli sem er til umfjöllunnar. Öll umfjöllun í fjölmiðlum um dómsmál skal eðlilega vera óháð. Er þessi umfjöllun óháð? Að sjálfsögðu ekki. Er fréttaskýringin að taka afstöðu með öðrum aðilanum?Að sjálfsögðu. Fjölmiðla á að fara varlega með, og þá á ekki að nota til að koma skoðunum "eigandans" á framfæri sbr hin umdeildu fjölmiðlalög, fjölmiðlar eiga að vera frjálsir og óháðir í skrifum og umfjöllun. Svo er einfaldlega ekki í þessu tilviki. Þetta er hrein og klár misnotkun og á þetta ætti að setja lögbann.

góðar stundir

posted by Lara | 14:26


sunnudagur, febrúar 12, 2006  

Hvað er að gerast hjá Lalla Bjöss?

Já það er orðið ansi langt síðan ég hef tjáð mig á þessari síðu. Lífði kannski ekki mjög flókið þessa dagana og því ekki margar krassandi sögur að segja. Lífið er gott, reyndar aðeins of gott. Svo gott a maður bara liggur í kræsingu, kaldur bjór á kvöldin og fínerí. Íbúðin mín vikar betur en allt annað sem ég hef keypt mér, fíla mig eins öflugan piparsvein. Ekki tangur né tetur að sjá af drasli í íbúðinni og reyndar ekkert mikið af húsgögnum - fínt sjónvarp þó og nóg af bjór í ísskápnum. Ljúft líf, svo er ég náttla bara með Laugarnar fínu hérna í garðinum hjá mér þannig að það ætti ekki að vera erfitt að halda sér í formi. En svo er nú ekki -formið óðum að fara. . "Lystarstolið" sem ég átti við að stríða hér á árum áður er því formlega fullkomlega lokið, guði sé lof. Og finnst mér ekki nauðsynlegt lengur að eiga gallabuxur í stærðinni 27. Hugsanlega er ég bara að verða soldið mikil kelling eða tjelling. Farin að hugsa um tjellingalega hluti og farin að finnast margir svo ungir. Ég á til að mynda ammli eftir 11 daga - 26 ára takk fyrir!. Ekki 25...neeeii....20 og fokking 6 ára. Sem þýðir að það eru 6 ár síðan ég varð 20 - og þótti mér þá nóg um. Hins vegar fylgja þessum aldri nokkur fríðindi - bara almennt betra viðmót í samfélaginu - betri þjónsta í bönkum og þess háttar - nema þó trunturnar hjá útlendingaeftirlitinu - þær bera ekki virðingu fyrir neinum.´Gamla skellti sér á lífið í gær. Hellti í mig bollu sem ég varð ekkert full af (líklega vegna þess að ég át svo mikið af kjötbollum með að þær hafa drukkið í sig allan ófögunuðinn. Endaði í röðinni fyrir framan ólíver og gafst þar upp - var ekki alveg í stemmaranum fyrir því að troða mér í VIP röðina og fá dyraverðina til þess að trúa því að ég væri svaka fott beib - og ætti heima þarna inni. Var þó að hugsa um að öskra að þeim "KB banki!!!" mér skilst að þá hefðu þeir hleypt mér inn. En ég fékk mig ekki til þess. For bara á Vegamót og hitti gamla félaga og svo heim í bælið - voða þæg og góð. Annars er ég nú almennt ekkert þæg - komst td af því um daginn að ég er lögbrjótur. Ég brýt öll þau lög sem mér finnst óhagkvæm og ansaleg. td keyri ég reglulega á móti umferð í þessum pirringsgötum niðrí bæ. Þetta er bara spurning um jaðarkostnað og hagkvæmni. Svona sé ég þetta amk. þetta er spurningin um að spila á jaðrinum - en passa sig þó að fara aldrei út fyrir hann - það er kúnst. Annars er ég voða góð og stillt.
Hvað anna'??? uuuu krónan hefur verið spræk upp á síðkastið - komin e-r vorgredda í hana, kannski fullsnemmt þó. Hefur þal nælt sér í e-a létta pest - spurning hvað hún gerir henni. Vonum að þetta sé hægt að laga með lyfi. Hún er hörð í horn að taka og því oft betra að vera með henni en á móti. "If you cant beat them join them!"

Jæja ætla að vera duglegri að skrifa hér eftir!!

sjáumst

posted by Lara | 10:11


sunnudagur, desember 25, 2005  

Jól í Appelsínusýslunni

Jæja þá er maður kominn til O.C. eina ferðina enn, og það um jól takk fyrir, kannski ekki alveg rétti staðurinn til að kynda undir jólaskapinu. Aðfangadegi var eytt í sólbaði, í 24c og glampandi sól. Klukkan 18:00 var svo borðað og svo sami vaninn hafður á og heima. Big sis búin að skreyta allt frá toppi til táar, hún ætlaði sannarlega ekki að láta hitabeltisveðráttuna spilla fyrir jólunum. Nei þetta eru búin að vera alveg frábær tilbreyting!. Lárus búinn að fara í mollinn og tapa sér þar að venju. Núna er náttla allt annað líf að versla hérna, búðirnar fullar af peysum og öðrum vetrarvörum, ég keypti mér meira að segja úlpu!!. Könunum finnst kalt hérna núna. En það finnst mér ekki. Big sis er búin að koma sér upp fínasta húsi með alveg stórkoslegri verönd með enn flottara útsýni, stórum heitum potti og eldstæði, alveg meiriháttar. Mjúku amerísku rúmin svæfa mann svo samstundís á kvöldin. Jamm maður er nú ekki enn farinn að sakna íslands. O.C. er alltaf jafn góð, og alltaf jafn æsandi að skoða bílaflotann í nágrenninu. já ég slefa barasta, Var einmitt að skoða einn geðsjúkan BMW blæjubíl áðan. Maður kiknar í hnjánum. ég sakna reyndar íbúðarinnar minnar solítið. ég elska hana, og það verður sko haldið þrusu innfluttari strax og tími leyfir í janúar. Er núna að drekka corona bjór, búin að skola nokkuð mörgum svoleiðis niður síðan ég kom hingað, og bumban þenst út. áts!!. Ég mun vonandi dusta rykið af árskortinu mínu í Laugum þegar ég kem heim, annað bara gengur ekki upp. Jamm árið 2006 verður spes ár hef ég á tilfinningunni. Held að stórir hlutir muni gerast. Og það besta er að ef maður heldur að stórir hlutir muni gerast þá er það hálf leið. Maður á að láta sig dreyma og janvel þótt draumarnir ræstist ekki þá eru þeir samt alltaf góðir í sjáfum sér. Það er enginn draumur of stór! Það er mitt móttó og þess vegna er ég kapítalisti.

kveðja frá O.C.

posted by Lara | 17:05


sunnudagur, október 23, 2005  

Kvennafrídagurinn 24.október.

Þar sem ég er mjög skoðanaglöð manneskja þá gat ég ekki látið það framhjá mér fara að tjá mig ögn um kvennfrídaginn sem er á morgun.
Eru konur með lægri laun en karlar? - Svarið er einfalt - já.
Eru konur með 65% af lanum karla? - Svarið er einfalt - nei.

Þarna er ég í raun að hrekja yfriskrift dagsins!. Að taka saman atvinnutekjur karla og kvenna og bera þær saman er eins og verið sé að kasta ryki í augu almennings, svona til þess að peppa þetta aðeins og og hafa yfirskriftina ögn dramatískari! Já þetta fer ómælt í taugarnar á mér. Þetta vil ég kalla ófyrirgefanlega skekkju. Eins og flestir vita þá er vinnudagur karla mjög oft lengri en kvenna. Yfirvinna þeirra er miklum mun meiri. Tölfræðingar hafa sýnt fram á að réttur launamunur sé e-s staðar á bilinu 10-20%. Ok takk fyrir, höldum okkur við staðreyndir til að byrja með - svo við gerum okkur nú ekki bara óvinsælar og gerum þennan dag ekki að e-u aulavæli.

Ok - sem sagt jú konur ERU oft á tíðun með lægri laun en karlar.
Afhverju eru konur með lægri laun en karlar?
Úff erfið spurning. En prófum samt að svara.
Það sem vill stundum pirra mig er þegar svona er tekið til orða : "Afhverju eru ekki fleiri konur í stjórnum fyrirtækja? Afhverju eru ekki fleiri konur í stjórnunarstöðum? - þá vilja flestir svara svona :" vegna þess að þær fá ekki tækifærin, karlagrúppan á toppnum er svo sterk og samstaðan svo mikið þeirra á milli að konur fá ekki séns. - Mitt svar er þetta " Konur sækjast síður í stjórnunarstöður, þær einfaldlega treysta sér oft á tíðum ekki til þess. Konur eru langt því frá eins áhættusæknar og karlmenn, þær eru áhættufælnari. Ef þær gera mistök þá þjást þær því allt sem þær gera vilja þær að sé fullkomið, konur eru ekki eins aðgangsharðar, konum líður verr í stress umhverfi". Jú þarna er ég að segja að konan sjálf er soldið að stýra þessu. Umsóknin hennar liggur sjaldnar inn á borði í deildum eða fyrir stöður þar sem möguleiki er á hærri launum"
Jákvæð mismunun - að setja lög um ráðningar - guð minn góður ekki láta mig æla, - við erum ekki minnihlutahópur sem þarf að vernda með lögum.
Afhverju streyma konur inn á leikskólana og grunnskólana, og skrifa þannig upp á ævinlangan samning um - lág laun? Afhverju , afhverju , afhverju??Að streyma þarna inn er eins og að segja - "þessi lágu laun eru í lagi".
Langar líka að segja frá einni persónulegri reynslu sem getur mögulega varpað ljósi á ýmsilegt. Ég vinn núna karlavinnustað, þar áður vann ég á 100% kvennavinnustað. Á kvennavinnustaðnum var ALLTAF mikil neikvæðni í loftinu, sífellt tuð og kvart, sífelld óánægja, sífeld ramakvein þar sem "topparnir" voru gagnrýndir út og inn. Ef það var ekki veri að kvarta undan launum þá var kvartað undan kallinum og ef ekki var verið að kvarta undan karlinum á voru það börnin og ef það voru ekki börnin þá voru það samstarfskonur sem var verið að baktala. Karlavinnustaðurinn er á öndverðum meiði. Jákvæðni...punktur.

Berið saman karl og konu í launaviðtali?? Ég meina komm onn!!, það geta allir séð að egó karlanna er langtum meira og þeir eru langt um kröfuharðari!!

- í grunninn er ég því að segja, konur ekki væla - það er ekki sjöundi áratugurinn lengur, lítum í eigin barm og skoðum hvað það er sem VIÐ sjálfar getum gert til þess að bæta stöðu okkar. Haldið höfði ykkar hátt og hugsið EINS OG KARLMENN MYNDU HUGSA, þá fyrst er sigurinn unninn.

posted by Lara | 03:58


mánudagur, október 03, 2005  

hjartaflökt á mánudegi! - til leiðbeiningar fyrir þá sem ekki þekkja.

Fínn dagur. Þurfti þó að berjast við mikið flökt í hjartanu í allan dag. Fyrir alla þá sem þekkja mig lítið þá er þetta örugglega soldið sérkennilegt. Þeas þegar ung kona kvartar undan hjartanu. Lenti all hressilega í því í hádeginu í dag í vinnunni. Var að borða með nokkrum félögum, þegar ég svo skyndilega fór að upplifa gríðarlegt hjartaflökt, þeas, eins og hjartað bara missi takt. Þetta er alveg sérlega óþægilegt. En þessu hef ég þó mátt venjast í gegnum lífið og því fylgir þessu í fæstum tilvikum panik. Fólk horfir hinsvegar bara á mann stórum augum og spyr sem fæstra spurninga. Svo segi ég oftast "ef ég dett á gólfið þá bara hringiði á sjúkrabíl og segið að ég sé í hjartaáfalli". Rosa sexy komment hahaha. Nei nei ég er á lífi og hef ég farið í gegnum allskonar rannsóknir sem segja bara að ekkert alvarlegt sé að - en var ég þó í eitt skipti grein með einkennið mitral valve prolaps. Ég veit ekkert hvort þetta tengist flökti í krónunni, gæti þó allt eins verið. Orsakasamgönd er oft erfitt að rannsaka. Ég er sem sagt með volatile hjarta. Úff ætli líftryggingarpremían mín yrði þá ekki svakaleg ef ég reyndi að tryggja mig?? Gæti þó e-ð tengst þessum 3 tvöföldu espresso sem ég drekk á degi hverjum?!, ég er þó nokkurnvegin alveg hætt í kókinu. Kaffi er mitt eina eiturlyf.

Jæja nú fer að líða að íbúðarafhendingu, og tilheyrandi vinnu og púli. Ætla að skella mér á sinfóníuna á fimmtudagin, svo tek ég nett djamm á föstudaginn og svo er víst annað djamm planlagt á laugardaginn. úffff.

posted by Lara | 12:36


laugardagur, október 01, 2005  

Lárus is back

Hef ekki bloggað í háa herrans. Líklega vegna þess hversu fátt hefur á mína daga drifið. Lífið nokkuð einfalt og gott, og þar af leiðandi lítlu frá að segja. En loksins hef ég þó e-ð að segja!. Já ég er búin að festa mér kaup á íbúð. Ég sá hana fyrir sirka viku síðan á netinu, og nú viku síðar er ég orðinn eigandi. Íbúðin mín er í Álfheimum 38, á 3 hæð. Blokkin liggur upp að Laugardalnum sjálfum og því er ég með stóóóran garð, ég er sem sagt með húsdýragarðinn í garðinum .Íbúðin er 93 fermetrar og að mínu mati mjög svo smekkleg. Hún er mjög ljós og falleg. Ég borgaði fyrir hana 18,5 milljónir og tók ég þátt í æsilegu uppboði á skrifstofu fasteignasalans. Þetta var rosagaman, og að sjálfsögðu náði ég henni, enda enginn smá refur þar á ferð (Lárus er harður). Í íbúðinni eru 3 herbergi plús stofa. Eitt sem ég mun sofa í og svo tvö barnaherbergi (sem er dekoruð þannig). Ég verð því að drífa mig í að koma með nokkra hnokka svo ég get farði með þau út í húsdýragarð og svona, haha já ætli ég reyni ekki bara að ættleiða. Eldhúsið er ný endurgert með e-i Alno innréttingu og svo fæ ég ísskápinn og uppþvottavélin með! En staðsetningin finnst mér frábær, rétt hjá bankanum, rétt hjá Laugum, og bara alls ekkert svo langt frá djamminu (þeas ég spara amk helming í leigó). Ég skellti mér náttúrulega í IKEA í dag og náði mér þar í nokkra hálfgefins loftlampa og púða og svo keypti ég mér rándýrt alvöru satín sængurver í e-i sængurverabúð.Þar hitti ég gamla vinkonu sem ég hafði ekki séð í mörg ár, hún var ófrísk eins og restin af þeim. hver er ekki ófrískur. Jamm bæ ðe vei þá er stóra (litla) systir mín (o.c) ófrísk. og mun ég því bráðum eiga lítinn frænda/frænki í O.C. sem ég mun sjá svoa einu sinni á ári. Ég fer reyndar þarna út um jólin og mun þá fá að skoða bumbuna hennar - ég veit nebbla að þegar ég hef skoðað hana þá veit ég nákv við hverju ég má búast ef ég verð e-n tíman ófrísk (ólíklegt) vegna þess a við erum alveg eins vaxnar.


Jæja það er svo sem ekkert mikið meira að frétta, nema bara að krónan blessunin styrktist um tæp 3% á föstudaginn. maður var alveg hálf sveittur eftir að hafa selt svona mikið af krónum. Krónan er víst heitasti gjaldmiðillinn í dag samkv helstu tískublöðum, allir vilja eiga krónur!!! Hverjir eru eiginlega að markaðsetja hana svona vel?? Who is the genious????

posted by Lara | 11:23
archives
links