Ms Laura reveals everything
///////


laugardagur, október 01, 2005  

Lárus is back

Hef ekki bloggað í háa herrans. Líklega vegna þess hversu fátt hefur á mína daga drifið. Lífið nokkuð einfalt og gott, og þar af leiðandi lítlu frá að segja. En loksins hef ég þó e-ð að segja!. Já ég er búin að festa mér kaup á íbúð. Ég sá hana fyrir sirka viku síðan á netinu, og nú viku síðar er ég orðinn eigandi. Íbúðin mín er í Álfheimum 38, á 3 hæð. Blokkin liggur upp að Laugardalnum sjálfum og því er ég með stóóóran garð, ég er sem sagt með húsdýragarðinn í garðinum .Íbúðin er 93 fermetrar og að mínu mati mjög svo smekkleg. Hún er mjög ljós og falleg. Ég borgaði fyrir hana 18,5 milljónir og tók ég þátt í æsilegu uppboði á skrifstofu fasteignasalans. Þetta var rosagaman, og að sjálfsögðu náði ég henni, enda enginn smá refur þar á ferð (Lárus er harður). Í íbúðinni eru 3 herbergi plús stofa. Eitt sem ég mun sofa í og svo tvö barnaherbergi (sem er dekoruð þannig). Ég verð því að drífa mig í að koma með nokkra hnokka svo ég get farði með þau út í húsdýragarð og svona, haha já ætli ég reyni ekki bara að ættleiða. Eldhúsið er ný endurgert með e-i Alno innréttingu og svo fæ ég ísskápinn og uppþvottavélin með! En staðsetningin finnst mér frábær, rétt hjá bankanum, rétt hjá Laugum, og bara alls ekkert svo langt frá djamminu (þeas ég spara amk helming í leigó). Ég skellti mér náttúrulega í IKEA í dag og náði mér þar í nokkra hálfgefins loftlampa og púða og svo keypti ég mér rándýrt alvöru satín sængurver í e-i sængurverabúð.Þar hitti ég gamla vinkonu sem ég hafði ekki séð í mörg ár, hún var ófrísk eins og restin af þeim. hver er ekki ófrískur. Jamm bæ ðe vei þá er stóra (litla) systir mín (o.c) ófrísk. og mun ég því bráðum eiga lítinn frænda/frænki í O.C. sem ég mun sjá svoa einu sinni á ári. Ég fer reyndar þarna út um jólin og mun þá fá að skoða bumbuna hennar - ég veit nebbla að þegar ég hef skoðað hana þá veit ég nákv við hverju ég má búast ef ég verð e-n tíman ófrísk (ólíklegt) vegna þess a við erum alveg eins vaxnar.


Jæja það er svo sem ekkert mikið meira að frétta, nema bara að krónan blessunin styrktist um tæp 3% á föstudaginn. maður var alveg hálf sveittur eftir að hafa selt svona mikið af krónum. Krónan er víst heitasti gjaldmiðillinn í dag samkv helstu tískublöðum, allir vilja eiga krónur!!! Hverjir eru eiginlega að markaðsetja hana svona vel?? Who is the genious????

posted by Lara | 11:23
archives
links