Ms Laura reveals everything
///////


mánudagur, október 03, 2005  

hjartaflökt á mánudegi! - til leiðbeiningar fyrir þá sem ekki þekkja.

Fínn dagur. Þurfti þó að berjast við mikið flökt í hjartanu í allan dag. Fyrir alla þá sem þekkja mig lítið þá er þetta örugglega soldið sérkennilegt. Þeas þegar ung kona kvartar undan hjartanu. Lenti all hressilega í því í hádeginu í dag í vinnunni. Var að borða með nokkrum félögum, þegar ég svo skyndilega fór að upplifa gríðarlegt hjartaflökt, þeas, eins og hjartað bara missi takt. Þetta er alveg sérlega óþægilegt. En þessu hef ég þó mátt venjast í gegnum lífið og því fylgir þessu í fæstum tilvikum panik. Fólk horfir hinsvegar bara á mann stórum augum og spyr sem fæstra spurninga. Svo segi ég oftast "ef ég dett á gólfið þá bara hringiði á sjúkrabíl og segið að ég sé í hjartaáfalli". Rosa sexy komment hahaha. Nei nei ég er á lífi og hef ég farið í gegnum allskonar rannsóknir sem segja bara að ekkert alvarlegt sé að - en var ég þó í eitt skipti grein með einkennið mitral valve prolaps. Ég veit ekkert hvort þetta tengist flökti í krónunni, gæti þó allt eins verið. Orsakasamgönd er oft erfitt að rannsaka. Ég er sem sagt með volatile hjarta. Úff ætli líftryggingarpremían mín yrði þá ekki svakaleg ef ég reyndi að tryggja mig?? Gæti þó e-ð tengst þessum 3 tvöföldu espresso sem ég drekk á degi hverjum?!, ég er þó nokkurnvegin alveg hætt í kókinu. Kaffi er mitt eina eiturlyf.

Jæja nú fer að líða að íbúðarafhendingu, og tilheyrandi vinnu og púli. Ætla að skella mér á sinfóníuna á fimmtudagin, svo tek ég nett djamm á föstudaginn og svo er víst annað djamm planlagt á laugardaginn. úffff.

posted by Lara | 12:36
archives
links