Ms Laura reveals everything
///////


sunnudagur, október 23, 2005  

Kvennafrídagurinn 24.október.

Þar sem ég er mjög skoðanaglöð manneskja þá gat ég ekki látið það framhjá mér fara að tjá mig ögn um kvennfrídaginn sem er á morgun.
Eru konur með lægri laun en karlar? - Svarið er einfalt - já.
Eru konur með 65% af lanum karla? - Svarið er einfalt - nei.

Þarna er ég í raun að hrekja yfriskrift dagsins!. Að taka saman atvinnutekjur karla og kvenna og bera þær saman er eins og verið sé að kasta ryki í augu almennings, svona til þess að peppa þetta aðeins og og hafa yfirskriftina ögn dramatískari! Já þetta fer ómælt í taugarnar á mér. Þetta vil ég kalla ófyrirgefanlega skekkju. Eins og flestir vita þá er vinnudagur karla mjög oft lengri en kvenna. Yfirvinna þeirra er miklum mun meiri. Tölfræðingar hafa sýnt fram á að réttur launamunur sé e-s staðar á bilinu 10-20%. Ok takk fyrir, höldum okkur við staðreyndir til að byrja með - svo við gerum okkur nú ekki bara óvinsælar og gerum þennan dag ekki að e-u aulavæli.

Ok - sem sagt jú konur ERU oft á tíðun með lægri laun en karlar.
Afhverju eru konur með lægri laun en karlar?
Úff erfið spurning. En prófum samt að svara.
Það sem vill stundum pirra mig er þegar svona er tekið til orða : "Afhverju eru ekki fleiri konur í stjórnum fyrirtækja? Afhverju eru ekki fleiri konur í stjórnunarstöðum? - þá vilja flestir svara svona :" vegna þess að þær fá ekki tækifærin, karlagrúppan á toppnum er svo sterk og samstaðan svo mikið þeirra á milli að konur fá ekki séns. - Mitt svar er þetta " Konur sækjast síður í stjórnunarstöður, þær einfaldlega treysta sér oft á tíðum ekki til þess. Konur eru langt því frá eins áhættusæknar og karlmenn, þær eru áhættufælnari. Ef þær gera mistök þá þjást þær því allt sem þær gera vilja þær að sé fullkomið, konur eru ekki eins aðgangsharðar, konum líður verr í stress umhverfi". Jú þarna er ég að segja að konan sjálf er soldið að stýra þessu. Umsóknin hennar liggur sjaldnar inn á borði í deildum eða fyrir stöður þar sem möguleiki er á hærri launum"
Jákvæð mismunun - að setja lög um ráðningar - guð minn góður ekki láta mig æla, - við erum ekki minnihlutahópur sem þarf að vernda með lögum.
Afhverju streyma konur inn á leikskólana og grunnskólana, og skrifa þannig upp á ævinlangan samning um - lág laun? Afhverju , afhverju , afhverju??Að streyma þarna inn er eins og að segja - "þessi lágu laun eru í lagi".
Langar líka að segja frá einni persónulegri reynslu sem getur mögulega varpað ljósi á ýmsilegt. Ég vinn núna karlavinnustað, þar áður vann ég á 100% kvennavinnustað. Á kvennavinnustaðnum var ALLTAF mikil neikvæðni í loftinu, sífellt tuð og kvart, sífelld óánægja, sífeld ramakvein þar sem "topparnir" voru gagnrýndir út og inn. Ef það var ekki veri að kvarta undan launum þá var kvartað undan kallinum og ef ekki var verið að kvarta undan karlinum á voru það börnin og ef það voru ekki börnin þá voru það samstarfskonur sem var verið að baktala. Karlavinnustaðurinn er á öndverðum meiði. Jákvæðni...punktur.

Berið saman karl og konu í launaviðtali?? Ég meina komm onn!!, það geta allir séð að egó karlanna er langtum meira og þeir eru langt um kröfuharðari!!

- í grunninn er ég því að segja, konur ekki væla - það er ekki sjöundi áratugurinn lengur, lítum í eigin barm og skoðum hvað það er sem VIÐ sjálfar getum gert til þess að bæta stöðu okkar. Haldið höfði ykkar hátt og hugsið EINS OG KARLMENN MYNDU HUGSA, þá fyrst er sigurinn unninn.

posted by Lara | 03:58
archives
links