Ms Laura reveals everything
///////


sunnudagur, desember 25, 2005  

Jól í Appelsínusýslunni

Jæja þá er maður kominn til O.C. eina ferðina enn, og það um jól takk fyrir, kannski ekki alveg rétti staðurinn til að kynda undir jólaskapinu. Aðfangadegi var eytt í sólbaði, í 24c og glampandi sól. Klukkan 18:00 var svo borðað og svo sami vaninn hafður á og heima. Big sis búin að skreyta allt frá toppi til táar, hún ætlaði sannarlega ekki að láta hitabeltisveðráttuna spilla fyrir jólunum. Nei þetta eru búin að vera alveg frábær tilbreyting!. Lárus búinn að fara í mollinn og tapa sér þar að venju. Núna er náttla allt annað líf að versla hérna, búðirnar fullar af peysum og öðrum vetrarvörum, ég keypti mér meira að segja úlpu!!. Könunum finnst kalt hérna núna. En það finnst mér ekki. Big sis er búin að koma sér upp fínasta húsi með alveg stórkoslegri verönd með enn flottara útsýni, stórum heitum potti og eldstæði, alveg meiriháttar. Mjúku amerísku rúmin svæfa mann svo samstundís á kvöldin. Jamm maður er nú ekki enn farinn að sakna íslands. O.C. er alltaf jafn góð, og alltaf jafn æsandi að skoða bílaflotann í nágrenninu. já ég slefa barasta, Var einmitt að skoða einn geðsjúkan BMW blæjubíl áðan. Maður kiknar í hnjánum. ég sakna reyndar íbúðarinnar minnar solítið. ég elska hana, og það verður sko haldið þrusu innfluttari strax og tími leyfir í janúar. Er núna að drekka corona bjór, búin að skola nokkuð mörgum svoleiðis niður síðan ég kom hingað, og bumban þenst út. áts!!. Ég mun vonandi dusta rykið af árskortinu mínu í Laugum þegar ég kem heim, annað bara gengur ekki upp. Jamm árið 2006 verður spes ár hef ég á tilfinningunni. Held að stórir hlutir muni gerast. Og það besta er að ef maður heldur að stórir hlutir muni gerast þá er það hálf leið. Maður á að láta sig dreyma og janvel þótt draumarnir ræstist ekki þá eru þeir samt alltaf góðir í sjáfum sér. Það er enginn draumur of stór! Það er mitt móttó og þess vegna er ég kapítalisti.

kveðja frá O.C.

posted by Lara | 17:05
archives
links