Ms Laura reveals everything
///////


sunnudagur, febrúar 12, 2006  

Hvað er að gerast hjá Lalla Bjöss?

Já það er orðið ansi langt síðan ég hef tjáð mig á þessari síðu. Lífði kannski ekki mjög flókið þessa dagana og því ekki margar krassandi sögur að segja. Lífið er gott, reyndar aðeins of gott. Svo gott a maður bara liggur í kræsingu, kaldur bjór á kvöldin og fínerí. Íbúðin mín vikar betur en allt annað sem ég hef keypt mér, fíla mig eins öflugan piparsvein. Ekki tangur né tetur að sjá af drasli í íbúðinni og reyndar ekkert mikið af húsgögnum - fínt sjónvarp þó og nóg af bjór í ísskápnum. Ljúft líf, svo er ég náttla bara með Laugarnar fínu hérna í garðinum hjá mér þannig að það ætti ekki að vera erfitt að halda sér í formi. En svo er nú ekki -formið óðum að fara. . "Lystarstolið" sem ég átti við að stríða hér á árum áður er því formlega fullkomlega lokið, guði sé lof. Og finnst mér ekki nauðsynlegt lengur að eiga gallabuxur í stærðinni 27. Hugsanlega er ég bara að verða soldið mikil kelling eða tjelling. Farin að hugsa um tjellingalega hluti og farin að finnast margir svo ungir. Ég á til að mynda ammli eftir 11 daga - 26 ára takk fyrir!. Ekki 25...neeeii....20 og fokking 6 ára. Sem þýðir að það eru 6 ár síðan ég varð 20 - og þótti mér þá nóg um. Hins vegar fylgja þessum aldri nokkur fríðindi - bara almennt betra viðmót í samfélaginu - betri þjónsta í bönkum og þess háttar - nema þó trunturnar hjá útlendingaeftirlitinu - þær bera ekki virðingu fyrir neinum.´Gamla skellti sér á lífið í gær. Hellti í mig bollu sem ég varð ekkert full af (líklega vegna þess að ég át svo mikið af kjötbollum með að þær hafa drukkið í sig allan ófögunuðinn. Endaði í röðinni fyrir framan ólíver og gafst þar upp - var ekki alveg í stemmaranum fyrir því að troða mér í VIP röðina og fá dyraverðina til þess að trúa því að ég væri svaka fott beib - og ætti heima þarna inni. Var þó að hugsa um að öskra að þeim "KB banki!!!" mér skilst að þá hefðu þeir hleypt mér inn. En ég fékk mig ekki til þess. For bara á Vegamót og hitti gamla félaga og svo heim í bælið - voða þæg og góð. Annars er ég nú almennt ekkert þæg - komst td af því um daginn að ég er lögbrjótur. Ég brýt öll þau lög sem mér finnst óhagkvæm og ansaleg. td keyri ég reglulega á móti umferð í þessum pirringsgötum niðrí bæ. Þetta er bara spurning um jaðarkostnað og hagkvæmni. Svona sé ég þetta amk. þetta er spurningin um að spila á jaðrinum - en passa sig þó að fara aldrei út fyrir hann - það er kúnst. Annars er ég voða góð og stillt.
Hvað anna'??? uuuu krónan hefur verið spræk upp á síðkastið - komin e-r vorgredda í hana, kannski fullsnemmt þó. Hefur þal nælt sér í e-a létta pest - spurning hvað hún gerir henni. Vonum að þetta sé hægt að laga með lyfi. Hún er hörð í horn að taka og því oft betra að vera með henni en á móti. "If you cant beat them join them!"

Jæja ætla að vera duglegri að skrifa hér eftir!!

sjáumst

posted by Lara | 10:11
archives
links