Ms Laura reveals everything
///////


sunnudagur, september 03, 2006  

Sumarið mitt

Loksins hef ég eitthvað að segja...
Þetta er búið að vera fínt sumar. Byrjaði á þvi að seklla mér til O.C. eins og ég er farin að gera á 6mánaða fresti. Það var mikið tjill, aðallega legið í sólbaði og kíkt í mollinn.
Ég labbaði 3 svar á Esjuna - og tel ég það vera ágætis afrek. Toppurinn var þó labbið mitt yfir Fimmvörðuhásinn sem ég fór með Hrund og Munda. Við gengum í 11 klukkutíma í góðu veðri. Líklega eitt það skemmtilegasta sem ég gert. Ég náði að blaðra nánast stanslaust yfir hálsinn, þangað til kannski síðasta klukkutímann, þá var aðeins farið að kólna á kellingu. Ástæðan fyrir því að við vorum svona ægilega lengi var sú að við löbbuðum vestan megin við ána sem er ekki þessi hefðbundna leið, hún er aðeins erfiðari ;-) Útsýnið yfir Þórsmörkina þegar maður stendur efst á hálsinum er ólýsanlegt, eitthvað það allra fallegasta sem ég hef nokkurtíman séð. Þetta mun ég svo sannarlega gera aftur - ætli maður taki ekki Laugarveginn næsta sumar, þeas ef maður finnur e-n góðan félaga í svona labbi - það nenna þessu nú ekki allir.
Síðustu helgi skellti ég mér til New York. Það var svo gaman að ég get varla lýst því með orðum. Hitti Sigrúnu vinkonu mína sem er ein hressasta og skemmtilegasta manneskja sem ég þekki. Sigrún og maðurinn hennar eru í doktorsnámi í verkfr í Michigan. Ég og sigrún gistum á hóteli á Manhattan (51stræti og 8 breiðgötu), rosa fín staðsetning, rétt hjá Time square. Maggi maðurinn hennar Sigrúnar gisti hjá vini sínum í New Jersey. Við löbbuðum og löbbuðum um borgina - gengum ábygglega svona 60km í ferðinni, borðuðum góðan mat og keyptum föt. Svo hittum við líka nokkra krakka sem búa eða eru að vinna í New York.
Ég kann rosalega vel við New York og væri meira en til í að búa þar. Ég kann ágætlega við Bandaríkin - en líkar betur við austurstrandarfólkið - finnst það eðilegra í framkomu - meira eins og við, ekki eins mikið sökk öpp og kaninn í Kaliforniu. Draumurinn er að fara aftur til New York í desember, held það geti verið geggjað að upplifa aðventustemmninguna í borginni.Hver veit nema maður skelli sér bara. Svo er líka svo einfalt að fara þarna niðreftir - ekki nema 5 og hálfur tími í flug :-) Úthverfastemmningin hérna heima er bara ekki nógu spennandi - maður er eiginlega kominn með nóg af henn.
Nú er íbúðin mín komin í nokkuð gott stand , ég er alveg rosalega ánægð með hana og mér líður alveg rosalega vel hérna . Ég var að fá risa stóra ljósmynd um daginn sem er núna að fara í innrömmun - hún verður sett á stofuveggin - og þá verður haldið partý:-)
Annars eru nánast allir vinir mínir fluttir til útlanda - þeir síðustu fóru núna í ágúst - þessi vetur verður tileinkaður krónunni.

posted by Lara | 09:14
archives
links